Nýir tímar!

Mér finnst vera kominn tími á eitthvað nýtt í stjórnmálum í dag. Ég vil fá nýtt afl sem getur hafið sig upp úr gömlu hjólförunum sem stjórnmál virðast hjakkast í. Ég vil fá flokk sem getur byggt á framtíðarsýn. Flokk sem hefur valkost A, B og C, þar að segja er viðbúinn öllu mögulegu og er með áætlanir varðandi ýmissar aðstæður. Ég vil flokk sem styður það eindregið að þrískipting valds eins og segir í stjórnarskránni verði elfd til muna og að ráðherrar muni ekki eiga sæti á þingi. Flokk sem sker allan óþarfa af útgjöldum t.d. kirkjuna. Ég vil að ríki og kirkja verði aðskilinn vegna þeirra gífurlega mikla skattpeninga sem fara í kirkjuna en gætu farið í margt annað og líka mér finnst mér það á gráu svæði mannréttindalega séð að trúarsöfnuður sé ríkisstyrktur. Flokk sem stendur við sínar ákvarðanir og skuldbindingar. Einnig vil ég að rikisstyrkir til sjtórnmálaflokka verði afnumdir þar sem ég tel það koma í veg fyrir fjölbreyttan hugsunarhátt í íslenskum stjórnmálum. Ég vil fækka hálaunafólki á vegum ríkisins t.d. með því að fækka þingmönnum og sameina ráðuneyti og þeir peningar sem sparast þar geta runnið í laun lögreglumanna,slökkviliðsmanna, heilbrigðisstarfsmanna og kennara. Ég vil að íslenska ríkið klári aðildarviðræður við ESB og leggi sig allt fram til að ná góðum samningi. Koma í veg fyrir frekari skattahækkanir sem halda aftur af öllum. Breyta má kosningum til Alþingis og skoða hvað aðferð er hentugust Síðast en ekki síst vil ég að ríkið leggi sitt af mörkum svo hægt verði að rafvæða eða metanvæða allan bílaflotann á Íslandi.

Ef einhver er sammála þessum skrifum þá má hinn sami endilega kíkja á þessa slóð og segja sína skoðun

phtt://www.facebook.com/#!/pages/Frjalslyndir-Demokratar/130164107024509?ref=ts


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sævar Már Gústavsson

Höfundur

Sævar Már Gústavsson
Sævar Már Gústavsson
Fæddur 1991. Bý í Firðinum. Mun útskrifast úr Flensborg jólin 2010. Hef brennandi áhuga á sálfræði, eðlisfræði og pólitík og er yfirlýstur "trúleysingi". Er einn af forsprökkum áhugahóps um stofnun Frjálslyndra demókrata/lýðræðissina á Íslandi.  Og fyrir þá sem vita það ekki þá er Bjartmar Guðlaugsson bestur!

Spurt er

Gætir þú hugsað þér að kjósa nýtt frjálslynt stjórnmálaafl?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 274

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Fréttir frá Amnesty

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.