Kirkja og ríki.

Er það bara ég eða finnst öðrum skrítið að kirkjan skuli vera styrkt af ríkinu, upp á einhverja 5 milljarða á ári heyrði ég einhvers staðar og að ríkið borgi nýútskrifuðum presti 2 og hálf laun miðað við nýútskrifaðan lögreglumann? Mér finnst það ekki sanngjarnt gagnvart öðrum trúabrögðum á Íslandi né þá þeim sem eru trúlausir að skattpeningar þeirra fara í Þjóðkirkjuna, ef þeir vilja það ekki þá verður sú upphæð að aukatekjum í ríkissjóð. Mér finnst þetta að vissu leyti stangast á við það sem kallast trúfrelsi. Mér finnst ekki rétt að trúarbrögð, kristinn eða önnur, fái að komast í snertingu við grunnskóla. Að þau fái að koma í skóla og kynna sína trú sem einhvern sannleika fyrir áhrifagjörnum krökkum finnst mér frekar ógeðfellt. Einnig hef ég heyrt af því að í "trúarbragðafræði" í grunnskólum þá sé kristni kennt sem hina algilda og rétta trú en gyðingdómur t.d. aðeins kenndur sem einhver trúleysa sem er til við hliðina á kristnidómi. Ég sem trúleysingi er kannski frekar hlutdrægur en þar sem að allt það sem ég hef lært í framhaldsskóla hefur kennt mér að kirkjan, biblían og heilagur andi er kenning sem er byggð á veikari stoðum en sandi og engar sannanir eru fyrir henni, aðeins sannanir gegn henni. Þess vegna er það mín skoðun að engin trúarbrögð ættu að fá að koma nálægt grunnskólum og að allar athafnir eins og ferming ættu að vera fyrir 18 ára og eldri. Því ég er fermdur og eina ástæðan fyrir því er að ég vildi fá pakka og vera eins og vinir mínir. Í dag dytti mér ekki í hug að fermast og sé virkilega eftir því að hafa staðfest einhverja trú sem ég var með efasemdir um strax þegar ég var 14 ára.

Kirkjan á að vera sjálfstæð stofnun sem rekur sig sjálf og kemur sjálfri sér á framfæri en ekki í gegnum ríki og skóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þetta er áhugavert hjá þér Sævar Már. Finnst þér að Samtökin 78 og samkynhneigð eigi meira erindi inní grunnskólana er kirkja og kristindómur eða trúarbrögð yfirleitt, svo dæmi sé tekið? Finnst þér mikilvægara að hið opinbera (þ.e. skattgreiðendur) styrki allskonar samtök í landinu umfram kirkjuna? Finnst þér kirkjan vera blóðsuga á skattpeninga, sem bara þiggur en gefur aldrei? Eiga ekki sömu reglur að gilda um aðrar stofnanir og félagasamtök og gilda um kirkjuna? Er kirkjan og hennar hugmyndafræði ómerkilegri en hugmyndafræði trúleysis og afstæðishyggju?

Gústaf Níelsson, 6.7.2010 kl. 22:18

2 Smámynd: Sævar Már Gústavsson

Samtök 78 berjast fyrir mannréttindum í allra þágu. Mér finnst að samtökin 78 eigi erindi inni í skóla til að kveða niður fordóma í garða samkynhneigðra og getað hjálpað þeim sem eru samkynhneigðir til að standa upp og vera stoltir af sjálfum sér. Mér finnst að sá peningur sem er látinn renna í kirkjuna og í laun presta og annara starfsmanna kæmi sér betur í formi launa til lögreglumanna, slökkviliðsmanna, hjúkrunafræðinga og kennara. Kirkjan gefur mikið af sér til þeirra sem leita til hennar, en ég t.d. hef aldrei leitað til kirkjunnar en samt þarf ég að borga ákveðna upphæð til hennar árlega. Þá er ég að borga fyrir þjónustu sem ég hvorki vil né nota. Einu samtökin að mínu mati sem eiga fá stuðning ríkisins eru björgunarsveitir, samtök sem berjast gegn fátækt á Íslandi og annars staðar og samtök sem hjálpa lánlausu fólki og börnum( veit að þau samtök geta verið starfrækt í trúarlegum anda en það finnst mér í lagi). Trúleysi og afstæðishyggja er ekki merkilegri né ómerkilegri en kirkjan, en þar sem að kirkjan fær fullt af peningum til að reka sína starfsemi þá er henni gert hærra undir höfði en öðrum lífsviðhorfum. Mér finnst ósanngjarnt að ákveðnar hugmyndir og skoðanir séu styrktar af ríkinu með peningum skattborgara þ.m.t þeim sem aðhyllast ekki þessar skoðanir.

Sævar Már Gústavsson, 6.7.2010 kl. 22:44

3 identicon

Samkynhneigð/kynfræðsla er algert möst að hafa í skólum... trúarbrögð eiga ekkert erindi í skólakerfi nema sem fræðsla um tilurð trúarbragða, hvað á að varast með trúarbrögð.

Það er ekkert nema nauðgun að þjóðin borgi ~6000 milljónir árlega í einhverja bókaraðdáendur... Meira að segja ég, sem stend utan trúfélaga, ég slepp ekki við að borga þessum bókaraðdáendum...

Trú er svindl... þar sem fólki er seldur farmiði til himnaríkis... þar sem þeim sem eiga um sárt að binda er seld sú hugmynd að látin ættingi, vinur sé með Sússa... þarna tekur kirkjan sorgina og notar hana til að halda fólki í gíslingu.

doctore (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 13:07

4 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Hjartanlega sammála þér Sævar hvað varðar aðskilnað ríkis og kirkju. sér í lagi þegar kirkjunnar þjónar þiggja ekki einungis laun frá ríkinu heldur rukka líka fyrir öll viðvik sem þeir gera í okkar þágu, t.d jarða, gifta , skíra ,ferma allt það sem við kirkjunnar þegnar nýtum okkur.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 7.7.2010 kl. 13:15

5 identicon

Sævar skrifar, 

Trúleysi og afstæðishyggja er ekki merkilegri né ómerkilegri en kirkjan, en þar sem að kirkjan fær fullt af peningum til að reka sína starfsemi þá er henni gert hærra undir höfði en öðrum lífsviðhorfum.

    -Ég held að þú sért að misskilja hlutina stjarnfræðilega mikið. 

     Trúleysi eða afstæðihyggja er "ekkert". Það er skildgreind algjörlega út frá "afstöðu" eða "trú". Þessir 2 hlutir eru einfaldlega ekki til. Þeir eru "non-existent, eins og maðurinn sagði. 

    Hvernig getur eitthvað fengið "styrk" frá ríkinu sem er ekki til?

   Þetta er svona svipað og að "anti-sportistar", myndu setja sig gegn styrkjum til íþrótta. Jú, og síðan þegar þeim væri sýnt fram á að íþróttir myndu nú hafa góð áhrif á iðkendur o.s.frv., myndu hinir sömu reyna að afbaka, og afskræma íþróttir(ég er ekki að segja að ýja að neinu hjá þér), einungis til að láta málstað sinn um anti-sportisma hljóma betur!

  Þetta hljómar kannski ofur-einföld samlíking, en því miður eigir sumir ekkert betur skilið

   Annars styrkir ríkið þúsundir félagasamtaka, alls kyns starfsemi, o.s.frv.  Einnig stendur ríkið sjálft að alls kyns hlutum sem ég sem skattborgari tel vera hin mesta fyrra.

   Munurinn er hins vegar sá að kirkjan er sjálfstæð stofnun að hluta til, og er staða hennar einstæð, hvort sem þér líkar það ekki. 

  Spítalar og skólar voru fyrst settir á stofn og haldið við í gegnum kirkjuna á 9 öld. Líknarstofnanir, munaðarleysingjahæli o.s.frv. eru fyrst og fremst byggð upp á kirkjulegum grunni. 

   Þú s.s. sérð engan mun á þessu og t.d. samtökunum 78?. 

  Ég held að misskilningurinn hjá þér stafar af stórum hluta, að þú hreinlega misskilur trú. Þú heldur að trú sé eitthvað sem maður kastar bara fram, þegar maður getur ekki útskýrt hluti, eða þannig. 

  Sævar skrifar, 

     Að þau fái að koma í skóla og kynna sína trú sem einhvern sannleika fyrir áhrifagjörnum krökkum finnst mér frekar ógeðfellt.

    LOL, hvað er hægt að segja. Það eina sem þú hefur eru stór orð. Það er nefninlega það eina sem trúleysinginn hefur. Hefurðu tekið eftir því.

    Krstin trú er trú. Jesús var raunverulega til, og það sem hann var. Mikið í vísindum er líklega meiri trú heldur en trúarbrögðin sjálf. Samt er trúin trú, en vísindin sönn!!, ef þú skilur. 

   Þú ert líklega frekar ungur, það hlýtur bara að vera. 

    Krakkar eru gríðarlega áhrifagjarnir. Heldur þú virkilega að boðskapur um "Elska skaltu náungan þinn eins og sjálfan þig" sé svo ógeðfelldur, en síðan auglýsingar frá alls kyns fyrirtækjum, eða alls kyns "boðskapur" úr öllum áttum, sé síðan svo fínn, eða bara ýmislegt sem er kennt í skólanum, sem er algjör della!!  Munurinn er þó að trúin kemur ekki undir fölskum formerkjum, hitt sem þú lærir, já þar er "sannleikurinn"!!

  Ég geri mér fullkomlega grein að þú ert líklega bara að hugsa upphátt, og meinar ekkert með þessu, en gott og vel. Málið er samt að fullt af fólki lifir í svona "fáfræði", eða hugsunarleysi, sem er náttúrulega sorglegt. 

Hallgrímur G. Einarsson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 16:26

6 Smámynd: Sævar Már Gústavsson

Jesú var til segja margir sagnfræðingar, mjög margir meira að segja.  En það að hann sé guðdómlegur hefur enginn getað sannað.  Enginn hefur getað sannað að guð hafi skapað heiminn á sjö dögum og kveikt á öllu lífi.  Hins vegar er það viðurkennd kenning að allt líf á jörðinni hafi þróast í milljarða ára þvert gegn kenningu biblíunnar. 

Víst þú talar um að eitthvað fái styrk sem er ekki til þá var ég aldrei að biðja um að félög trúleysingja fengi styrk frá ríkinu, heldur var ég að segja að kirkjan ætti ekki að vera styrkt af ríkinu og þannig væri ekki verið að hylla henni. 

Skýring líffræðinga og mannfræðinga á trú er sú að maðurinn leitast við að geta útskýrt alla hluti sem eru í kringum hann, þannig urðu trúarbrögð til.  Maðurinn hefur líka þá þörf að halda að hann geti haft áhrif á þær aðstæður sem hann er í, þannig finnur hann fyrir meira öryggi og höndlar þá aðstæður betur.

Ég er ekki að hugsa upphátt, þetta er mín opinberlega skoðun á trúmálum og svo margar annara.

Svo skiptir aldur engu máli þegr kemur að skoðunum að trúmálum eða einhverju öðru.  Reynsla allra hefur eitthvað að segja.

Sævar Már Gústavsson, 7.7.2010 kl. 19:18

7 identicon

Sævar, 

Ég er ekki að hugsa upphátt, þetta er mín opinberlega skoðun á trúmálum og svo margar annara.

    Eina ástæðan fyrir því að þú hefur þessa skoðun er að þú ert "yfirlýstur" trúleysingi (hvað s.s. það þýðir). Fannst það líka soldið koma vel inn á aðra setningu sem þú sagðir: "Maðurinn hefur líka þá þörf að halda að hann geti haft áhrif á þær aðstæður sem hann er í, þannig finnur hann fyrir meira öryggi og höndlar þá aðstæður betur." 

           Ég sé ekki betur en að þú ert einmitt að gera það, með pælingum þínum. Aftur á móti eru þínar pælingar, bundnar við þá staðreynd að þú ert "yfirlýstur" trúleysingi, og býrð til grýlu úr trú eða trúarstarfi til að geta fengið meira "réttlæti" í líf þitt. Að sjálfsögðu neitar þú þessu, en þetta er samt svo hrópandi. 

   Að sjálfsögðu munt þú neita þessu, eins og flestir sem hafa þessa skoðun, en það breytir samt ekki staðreynd málsins. 

Sævar skrifaði,

Svo skiptir aldur engu máli þegr kemur að skoðunum að trúmálum eða einhverju öðru.

    Þessi setning er s.s. allt í lagi, en hún er hins vegar dæmigerð fyrir umræðu frá fólki eins og þér. Hún er með fullt af orðum, en þegar skoðuð er hefur ekkert inntak(kannski var það markmiðið). 

  Þú ert búinn að tala um hversu hræðilegt það sé að grunnskólabörn verji kannski 1-2% af tíma sínum í fræðslu um Kristni. Síðan talar þú um í þessari setningu að aldur skipti engu máli

     Ég held reyndar að aldur skiptir litlu í þessu. Því er samt ekki að leyna að reynsla skiptir máli, og aldur og reynsla eru nú oft tengd

     6 ára gamalt barn gerir mikinn greinarmun á sögum um Jesú Krist og Jólasveininn. Ég vona bara að þú áttir þig á því að grunnskólabörn eru miklu greindari en þú heldur, og hafa vit á að taka við kristinfræðslu. Hins vegar skiptir það máli hvernig það er gert, en þar erum við að tala um almenna skynsemi, eða skort á henni, sem getur ekki verið rök gegn kristinfræðslu. 

  Þú talaðir um líffræðinga og mannfræðinga. Kannki verður þú annað hvort og þá geturðu sagt mér allt um hvernig ég hugsa og af hverju  

Hallgrímur G. Einarsson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 23:35

8 Smámynd: Sævar Már Gústavsson

Skulum vera sammála um að vera ósammála.

Sævar Már Gústavsson, 7.7.2010 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sævar Már Gústavsson

Höfundur

Sævar Már Gústavsson
Sævar Már Gústavsson
Fæddur 1991. Bý í Firðinum. Mun útskrifast úr Flensborg jólin 2010. Hef brennandi áhuga á sálfræði, eðlisfræði og pólitík og er yfirlýstur "trúleysingi". Er einn af forsprökkum áhugahóps um stofnun Frjálslyndra demókrata/lýðræðissina á Íslandi.  Og fyrir þá sem vita það ekki þá er Bjartmar Guðlaugsson bestur!

Spurt er

Gætir þú hugsað þér að kjósa nýtt frjálslynt stjórnmálaafl?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Fréttir frá Amnesty

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.