Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Hérna fyrir neðan set í tengill á grein sem er mjög góður punktur í umræðuna um aðskilnað ríkis og kirkju.

http://www.deiglan.com/index.php?itemid=13253


Kirkja og ríki.

Er það bara ég eða finnst öðrum skrítið að kirkjan skuli vera styrkt af ríkinu, upp á einhverja 5 milljarða á ári heyrði ég einhvers staðar og að ríkið borgi nýútskrifuðum presti 2 og hálf laun miðað við nýútskrifaðan lögreglumann? Mér finnst það ekki sanngjarnt gagnvart öðrum trúabrögðum á Íslandi né þá þeim sem eru trúlausir að skattpeningar þeirra fara í Þjóðkirkjuna, ef þeir vilja það ekki þá verður sú upphæð að aukatekjum í ríkissjóð. Mér finnst þetta að vissu leyti stangast á við það sem kallast trúfrelsi. Mér finnst ekki rétt að trúarbrögð, kristinn eða önnur, fái að komast í snertingu við grunnskóla. Að þau fái að koma í skóla og kynna sína trú sem einhvern sannleika fyrir áhrifagjörnum krökkum finnst mér frekar ógeðfellt. Einnig hef ég heyrt af því að í "trúarbragðafræði" í grunnskólum þá sé kristni kennt sem hina algilda og rétta trú en gyðingdómur t.d. aðeins kenndur sem einhver trúleysa sem er til við hliðina á kristnidómi. Ég sem trúleysingi er kannski frekar hlutdrægur en þar sem að allt það sem ég hef lært í framhaldsskóla hefur kennt mér að kirkjan, biblían og heilagur andi er kenning sem er byggð á veikari stoðum en sandi og engar sannanir eru fyrir henni, aðeins sannanir gegn henni. Þess vegna er það mín skoðun að engin trúarbrögð ættu að fá að koma nálægt grunnskólum og að allar athafnir eins og ferming ættu að vera fyrir 18 ára og eldri. Því ég er fermdur og eina ástæðan fyrir því er að ég vildi fá pakka og vera eins og vinir mínir. Í dag dytti mér ekki í hug að fermast og sé virkilega eftir því að hafa staðfest einhverja trú sem ég var með efasemdir um strax þegar ég var 14 ára.

Kirkjan á að vera sjálfstæð stofnun sem rekur sig sjálf og kemur sjálfri sér á framfæri en ekki í gegnum ríki og skóla.


Um bloggið

Sævar Már Gústavsson

Höfundur

Sævar Már Gústavsson
Sævar Már Gústavsson
Fæddur 1991. Bý í Firðinum. Mun útskrifast úr Flensborg jólin 2010. Hef brennandi áhuga á sálfræði, eðlisfræði og pólitík og er yfirlýstur "trúleysingi". Er einn af forsprökkum áhugahóps um stofnun Frjálslyndra demókrata/lýðræðissina á Íslandi.  Og fyrir þá sem vita það ekki þá er Bjartmar Guðlaugsson bestur!

Spurt er

Gætir þú hugsað þér að kjósa nýtt frjálslynt stjórnmálaafl?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Fréttir frá Amnesty

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband