16.7.2010 | 17:23
Skólakerfið á villigötum
Hef séð þetta gerast marg oft. Skil ekki krakka sem sitja ekki skóla í næsta nágrenni við sig sem annan valkost. Núna þegar þessi ósanngjarna hverfisskipting er við lýði þá ætti að leiðbeina krökkunum við valið og láta þau velja skóla sem er í hverfinu þeirra sem annan valkost(ef einhver er yfir höfuð).
Síðan vil ég bara benda krökkum á Flensborgaskólann, sem lítur mest til mætingar einkunnar og umsagna kennara fremur en lokaeinkunn. Flensborgarskólinn er fyrirmyndar skóli. Einn kennari við skólann sagði mér einnig að háskólarnir halda nemendum úr Flensborg í miklum metum og rannsóknir hafa sýnt að við sálfræði-deild HÍ þá koma Flensborgar best undirbúnir undir námið(er ekki að staðhæfa, hef þetta upp eftir áreiðanlegum heimildum).
Eftir að samræmdu-prófin lögðust af er ekki jafn auðvelt að bera einkunnir nemanda saman vegna ólíkra prófa og krafna sem eru í mismunandi skólum. Þess vegna ætti að taka samræmdu prófin upp aftur, afnema hverfaskiptingu og þá kemst meiri sanngirni í þessi mál aftur.
Síðan er það náttúrulega vitað að MR og Verzló leggja meira upp úr háum einkunum en aðrir skólar og því eru þeir alltaf kallaðir bestu skólanir, en það er bara af því að gáfuðustu krakkarnir fara þangað og þess vegna koma skólarnir best út. En aðrir skólar eru ekkert síðri.
Valdi of sterka skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 17:38 | Facebook
Um bloggið
Sævar Már Gústavsson
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mundi ekki endilega segja gáfuðustu krakkarnir - heldur metnaðarfyllstu krakkarnir.
Edda Sigurjónsdóttir, 16.7.2010 kl. 22:49
Einn framtíðar mennskælingur hérna...
Ég verð að taka undir það sem þú sagðir með Flensborgarskólann. Vægast sagt flottur skóli og mikill sómi fyrir okkur Hafnfirðinga að hafa hann í bænum. Ég hefði allavega ekki grátið það að lenda í Flensborg, og hefði með glöðu geði gengið í hann ef ég hefði ekki komist inn í MR.
Ég er sammála þessu með samræmdu prófin - þeirra er þörf ef það á að koma í veg fyrir frekari óánægju og misrétti. Að sama skapi á mæting að hafa mikið vægi, jafnvel meira en nú, þar sem að þeir sem besta ástundun hafa eru líklegastir til þess að nýta sér tækifærið sem þau fá í skólum eins og MR og eiga það þar með mest skilið.
Árni Freyr Helgason, 24.7.2010 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.