Slæm læknisþjónusta!

Ætla rétt að vona að ríkisstjórnin ætli ekki að fara eftir þessum tillögum og gera enn þrengra í búum landsins en nú þegar er. Mér finnst að stjórnvöld ættu frekar að hugsa að niðurskurði aðallega varðandi sín störf, eins og að fækka þingmönnum og ráðherrum til að minnka fjárlagahallan. Það mætti einnig afnema sjálfstyrki stjórnmálaflokkana í gegnum ríkissjóð(215 milljónir 2003, fann ekki aðrar tölur). Bara þetta gæti verið drjúgur sparnaður á hverju ári, svo tala ég ekki um aðskilnað ríkis og kirkju. Einnig hefur maður heyrt hjá þeim sem þekkja til að í heilbrigðiskerfinu mætti spara þvílíkar fjárhæðir með því að skipuleggja batteríið betur og um leið efla þjónustuna. Það er kominn tími til að stjórnvöld átti sig á því að ekki er hægt að blóðmjólka almenning í landinu meira og um leið láta stóran hluta verslunarinnar lognast út af! Það þarf nýjan hugsanagang og allsherja yfirhalningu á öllu sem tengist ríkinu!

Frjálslyndir demókratar/lýðveldissinnar


mbl.is Eins og að fara til læknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þú þekkir vel til heilbrigðismála, hefurðu kíkt upp á brámóttöku nýverið ?

Finnur Bárðarson, 15.7.2010 kl. 16:43

2 Smámynd: Sævar Már Gústavsson

Það eru rúmir 7 mánuðir síðan ég kom þangað seinast. Ég ætla alls ekki að segja að ég þekki vel til í heilbrigðismálum. Málið er að læknar sem ég þekki(2) og fólk sem ég þekki sem hefur þurft að nýta sér heilbrigðisþjónustu í miklum mæli segir það sama. Það segir að margt í kerfinu sé of flókið og tímafrekt og með betri skipulagningu megi auka þjónustu og í leiðinni spara. Setti þetta ekki fram sem staðreynd heldur sem eitthvað til að hugsa um.

Sævar Már Gústavsson, 15.7.2010 kl. 18:40

3 Smámynd: Sævar Már Gústavsson

Líka til að hafa það á hreinu þá er heiti greinarinar tilkomið vegna "Eins og að fara til læknis". Ekki vegna þess að ég viti mikið um heilbrigðismál

Sævar Már Gústavsson, 15.7.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sævar Már Gústavsson

Höfundur

Sævar Már Gústavsson
Sævar Már Gústavsson
Fæddur 1991. Bý í Firðinum. Mun útskrifast úr Flensborg jólin 2010. Hef brennandi áhuga á sálfræði, eðlisfræði og pólitík og er yfirlýstur "trúleysingi". Er einn af forsprökkum áhugahóps um stofnun Frjálslyndra demókrata/lýðræðissina á Íslandi.  Og fyrir þá sem vita það ekki þá er Bjartmar Guðlaugsson bestur!

Spurt er

Gætir þú hugsað þér að kjósa nýtt frjálslynt stjórnmálaafl?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Fréttir frá Amnesty

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband