Lítil hænuskref en samt stór skref

Barráttuþrek mitt elfdist til muna í dag. Núna eru 14 manns að undanskildum mér sjálfum búinn að like-a Facebook síðu Frjálslyndra demókrata. Fjórir bættust við í dag! Þótt að þetta virðast fera algjör hænuskref þá finnst mér persónulega þetta vera risastór skref fram á við. Við erum greinilega að ná til einhverja og þetta á vonandi bara eftir að aukast. Ég lít mjög bjartsaýnn fram á veginn.

http://www.facebook.com/#!/pages/Frjalslyndir-Demokratar/130164107024509?ref=ts


ESB

Hef tekið þá ákvörðun, sem mér finnst mjög skynsöm persónulega, að ég vil að aðildarviðræður verði kláraðar svo að ég geti fengið að lesa samningin sem legður yrði fram og eftir þá lesningu taka afstöðu með eða á móti inngöngu í ESB!
mbl.is Útifundur gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólakerfið á villigötum

Hef séð þetta gerast marg oft. Skil ekki krakka sem sitja ekki skóla í næsta nágrenni við sig sem annan valkost. Núna þegar þessi ósanngjarna hverfisskipting er við lýði þá ætti að leiðbeina krökkunum við valið og láta þau velja skóla sem er í hverfinu þeirra sem annan valkost(ef einhver er yfir höfuð).

Síðan vil ég bara benda krökkum á Flensborgaskólann, sem lítur mest til mætingar einkunnar og umsagna kennara fremur en lokaeinkunn. Flensborgarskólinn er fyrirmyndar skóli. Einn kennari við skólann sagði mér einnig að háskólarnir halda nemendum úr Flensborg í miklum metum og rannsóknir hafa sýnt að við sálfræði-deild HÍ þá koma Flensborgar best undirbúnir undir námið(er ekki að staðhæfa, hef þetta upp eftir áreiðanlegum heimildum).

Eftir að samræmdu-prófin lögðust af er ekki jafn auðvelt að bera einkunnir nemanda saman vegna ólíkra prófa og krafna sem eru í mismunandi skólum. Þess vegna ætti að taka samræmdu prófin upp aftur, afnema hverfaskiptingu og þá kemst meiri sanngirni í þessi mál aftur.

Síðan er það náttúrulega vitað að MR og Verzló leggja meira upp úr háum einkunum en aðrir skólar og því eru þeir alltaf kallaðir bestu skólanir, en það er bara af því að gáfuðustu krakkarnir fara þangað og þess vegna koma skólarnir best út. En aðrir skólar eru ekkert síðri.


mbl.is Valdi of „sterka“ skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæm læknisþjónusta!

Ætla rétt að vona að ríkisstjórnin ætli ekki að fara eftir þessum tillögum og gera enn þrengra í búum landsins en nú þegar er. Mér finnst að stjórnvöld ættu frekar að hugsa að niðurskurði aðallega varðandi sín störf, eins og að fækka þingmönnum og ráðherrum til að minnka fjárlagahallan. Það mætti einnig afnema sjálfstyrki stjórnmálaflokkana í gegnum ríkissjóð(215 milljónir 2003, fann ekki aðrar tölur). Bara þetta gæti verið drjúgur sparnaður á hverju ári, svo tala ég ekki um aðskilnað ríkis og kirkju. Einnig hefur maður heyrt hjá þeim sem þekkja til að í heilbrigðiskerfinu mætti spara þvílíkar fjárhæðir með því að skipuleggja batteríið betur og um leið efla þjónustuna. Það er kominn tími til að stjórnvöld átti sig á því að ekki er hægt að blóðmjólka almenning í landinu meira og um leið láta stóran hluta verslunarinnar lognast út af! Það þarf nýjan hugsanagang og allsherja yfirhalningu á öllu sem tengist ríkinu!

Frjálslyndir demókratar/lýðveldissinnar


mbl.is Eins og að fara til læknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deutschland über alles!

Þjóðverjanir eiga þetta fyllilega skilið, áttu skilið að fara í úrslitaleikinn. Er ótrulega hrifinn af þessu liði. Aginn sem leikmennirnir búa yfir er stórkostlegur og þeir spila allir sem einn. Nánast allt er planað og þeir vita alltaf hvað þeir eiga að gera.

Menn eins og Özil, Müller, Schweinsteiger, Neuer og Mertesacker færðu sig allir upp um klassa á þessu móti og eru komnir í hóp eftirsóttustu manna á markaðnum í dag.

Allir leikmenn þýska liðsins spila heima fyrir og því er þetta um leið stórsigur fyrir þýskudeildina og þetta undirstrikar hverus ótrulega sterk hún er.

Miðað við gengi liða eins og Þýskalands og Spáns sem hafa nánast alla eða alla spilandi í sinu heimalandi þá mætti ætla að enska deildin sé á niðurleið miðað við árangur landsliðanna.

Núna væri ráð að fara sýna þýska boltann aftur á einhverri stöðinni!


mbl.is Brons til Þýskalands í fjórða sinn eftir 3:2 sigur á Úrúgvæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndir Demókratar(lýðveldissinar)

Hef fundið fyrir miklum meðbyr varðandi þetta framboð hjá okkur unga fólkinu. Sérstaklega hjá þeim sem skilgreina sig við miðju og hægra megin við miðju í stjórnmálum.

Hef talað við marga á aldrinum 18-30 ára sem taka mjög vel í þær hugmyndir sem við höfum fram á að færa og geta hugsað sér að taka þátt í að móta þennan flokk.

Er mikið feginn að ungt fólk sé tilbúið að stofna nýtt afl fullt af hugsjónum og raunhæfum markmiðum.

Vona bara og veit að lífsreyndara fólkið sé tilbúið að taka þátt í þessu líka.


Loksins!

Mikið er ég feginn að maðurinn hafi loksins tekið þá ákvörðun sem hann átti að taka strax eftir bæjastjórnarkosningar. Honum var hafnað af þeim skammarlega fáu sem tóku þátt í prófkjörinu og átti aldrei að detta það í hug að taka við starfinu.

Síðan er líka allt annað mál að meirihluta vinstriflokkanna í bænum hefur aðeins c.a. 40% af kosningabærum íbúum bæjarins bak við sig, það er ótrulegt að þeir dirfist kalla sig meirihluta með þetta fylgi. Það á auðvitað að vera "þjóðstjórn" í Hafnarfirði með fagráðnum bæjarstjóra. Það standa aðeins rétt yfir 50% kosningabærra bæjarbúa bak við þessa 11 fulltrúa. Þeir virðast samt ekki geta tekið marg á þessum skilaboðum og það mun vonandi koma duglega í kollinn á þeim í næstu kosningum!


mbl.is Lúðvík hættir í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndir demókratar

Finnst vera kominn tími á að fólk taki sig saman og búi til nýtt stjórnmálafl á Íslandi. Afl sem hefur nýja og ferska hugmyndastefnu. Ég biðla til fólks að taka sig saman og láta þetta afl verða að veruleika. Frjálslyndir demókratar á að vera frálslynt afl sem lítur til framtíðar og laust við alla sérhagsmunahyggju. Afl sem á að skapa fólkinu í landinu þægilegt umhverfi og bestu mögulegu aðstæður til að afla sér viðurværis. Hvet alla til að kynna sér hugmyndir að grunn-stefnuskrá Frjálslyndra demókrata!

http://www.facebook.com/#!/pages/Frjalslyndir-Demokratar/130164107024509?ref=ts

Helstu hugmyndir að stefnumálum Frjálslyndra Demókrata:

- Landið verði eitt kjördæmi

- Aðskilnaður ríkis og kirkju í áföngum

- Klára aðildarviðræður við ESB, ná hagstæðum samningi og þjóðaratkvæði um niðurstöðu

- Afnema ríkisstyrki til stjórnmálaflokka

- Ráðherrar sitji ekki á Alþingi

- Styrking þrískiptingu ríkisvalds

- Samaeining Seðlabanka og Fjármálaeftirlits í sterka og sjálfstæða eftirlitsstofnun

- Koma í veg fyrir frekari skattahækkanir

- Hækka skattleysismörkin

- Sparnaður í útgjöldum ríkisins þar sem við má

- Fækka hálaunafólki á vegum hins opinbera, þ.mt. fækka þingmönnum og ráðherrum og hækka laun lögregluþjóna og annara starfsmanna grunnþjónustu samfélagsins

- Draga úr olíuþörf landsins, metan, vetni og/eða rafmagn verði aðal aflgjafi bíla, nýta innlenda orkugjafa og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda


Vinstri Grænir?

Ég skil ekki þá stefnu sem vinstri grænir reka um að útrýma lúpínu á Íslandi. Lúpína undirbýr jarðveg mjög vel og er fyrirtaks áburður fyrir annan gróður. Ég hef unnið seinustu sumur í skógrækt og gróðursett mörg þúsund tré. Þar sem ég vinn er lúpínan lofuð daglega fyrir að hafa gert okkur kleift að rækta upp myndarlega skóga. En vinstri grænir vilja ekki lúpínu af því að hún er sögð spilla landinu! Vilja þeir ekki að landið verði þakið grænum gróðri, vilja þeir frekar að landi verði þakið eyðilegum sandhólum? Þeim finnst eitthvað óumhverfissinað að fá lúpínu sem er kominn frá öðrum löndum til að græða upp landið. Vilja frekar halda í ósnert hraun og forljótar sandeyðimerkur. Mér finnst þeir tæpast geta kallað sig grænann flokk vegna þessa. Eins og einn ágætur skógfræðingur sagði við mig þá virðast vinstri grænir legga sömu rök fyrir því að lúpínan sé skvaðvaldur eins og nasistar rökstuddu af hverju svartir menn væru óverðugir.

Ættu þeir ekki frekar að kallast Vinstri-Brúnir víst þeir eru svona hrifnir af söndunum?

Maður spyr sig!


Kirkja og ríki.

Er það bara ég eða finnst öðrum skrítið að kirkjan skuli vera styrkt af ríkinu, upp á einhverja 5 milljarða á ári heyrði ég einhvers staðar og að ríkið borgi nýútskrifuðum presti 2 og hálf laun miðað við nýútskrifaðan lögreglumann? Mér finnst það ekki sanngjarnt gagnvart öðrum trúabrögðum á Íslandi né þá þeim sem eru trúlausir að skattpeningar þeirra fara í Þjóðkirkjuna, ef þeir vilja það ekki þá verður sú upphæð að aukatekjum í ríkissjóð. Mér finnst þetta að vissu leyti stangast á við það sem kallast trúfrelsi. Mér finnst ekki rétt að trúarbrögð, kristinn eða önnur, fái að komast í snertingu við grunnskóla. Að þau fái að koma í skóla og kynna sína trú sem einhvern sannleika fyrir áhrifagjörnum krökkum finnst mér frekar ógeðfellt. Einnig hef ég heyrt af því að í "trúarbragðafræði" í grunnskólum þá sé kristni kennt sem hina algilda og rétta trú en gyðingdómur t.d. aðeins kenndur sem einhver trúleysa sem er til við hliðina á kristnidómi. Ég sem trúleysingi er kannski frekar hlutdrægur en þar sem að allt það sem ég hef lært í framhaldsskóla hefur kennt mér að kirkjan, biblían og heilagur andi er kenning sem er byggð á veikari stoðum en sandi og engar sannanir eru fyrir henni, aðeins sannanir gegn henni. Þess vegna er það mín skoðun að engin trúarbrögð ættu að fá að koma nálægt grunnskólum og að allar athafnir eins og ferming ættu að vera fyrir 18 ára og eldri. Því ég er fermdur og eina ástæðan fyrir því er að ég vildi fá pakka og vera eins og vinir mínir. Í dag dytti mér ekki í hug að fermast og sé virkilega eftir því að hafa staðfest einhverja trú sem ég var með efasemdir um strax þegar ég var 14 ára.

Kirkjan á að vera sjálfstæð stofnun sem rekur sig sjálf og kemur sjálfri sér á framfæri en ekki í gegnum ríki og skóla.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sævar Már Gústavsson

Höfundur

Sævar Már Gústavsson
Sævar Már Gústavsson
Fæddur 1991. Bý í Firðinum. Mun útskrifast úr Flensborg jólin 2010. Hef brennandi áhuga á sálfræði, eðlisfræði og pólitík og er yfirlýstur "trúleysingi". Er einn af forsprökkum áhugahóps um stofnun Frjálslyndra demókrata/lýðræðissina á Íslandi.  Og fyrir þá sem vita það ekki þá er Bjartmar Guðlaugsson bestur!

Spurt er

Gætir þú hugsað þér að kjósa nýtt frjálslynt stjórnmálaafl?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 241

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Fréttir frá Amnesty

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband