7.7.2010 | 20:10
Frjálslyndir demókratar
Finnst vera kominn tími á að fólk taki sig saman og búi til nýtt stjórnmálafl á Íslandi. Afl sem hefur nýja og ferska hugmyndastefnu. Ég biðla til fólks að taka sig saman og láta þetta afl verða að veruleika. Frjálslyndir demókratar á að vera frálslynt afl sem lítur til framtíðar og laust við alla sérhagsmunahyggju. Afl sem á að skapa fólkinu í landinu þægilegt umhverfi og bestu mögulegu aðstæður til að afla sér viðurværis. Hvet alla til að kynna sér hugmyndir að grunn-stefnuskrá Frjálslyndra demókrata!
http://www.facebook.com/#!/pages/Frjalslyndir-Demokratar/130164107024509?ref=ts
Helstu hugmyndir að stefnumálum Frjálslyndra Demókrata:
- Landið verði eitt kjördæmi
- Aðskilnaður ríkis og kirkju í áföngum
- Klára aðildarviðræður við ESB, ná hagstæðum samningi og þjóðaratkvæði um niðurstöðu
- Afnema ríkisstyrki til stjórnmálaflokka
- Ráðherrar sitji ekki á Alþingi
- Styrking þrískiptingu ríkisvalds
- Samaeining Seðlabanka og Fjármálaeftirlits í sterka og sjálfstæða eftirlitsstofnun
- Koma í veg fyrir frekari skattahækkanir
- Hækka skattleysismörkin
- Sparnaður í útgjöldum ríkisins þar sem við má
- Fækka hálaunafólki á vegum hins opinbera, þ.mt. fækka þingmönnum og ráðherrum og hækka laun lögregluþjóna og annara starfsmanna grunnþjónustu samfélagsins
- Draga úr olíuþörf landsins, metan, vetni og/eða rafmagn verði aðal aflgjafi bíla, nýta innlenda orkugjafa og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.7.2010 kl. 16:22 | Facebook
Um bloggið
Sævar Már Gústavsson
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algerlega samþykkur.
Björn Emilsson, 7.7.2010 kl. 20:41
Ef stofna eigi íslenskan stjórnmálaflokk, mætti hann þá ekki heita íslensku nafni? Frjálslyndir lýðræðissinnar.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 21:43
Frjálslyndir demókratar er bara tillaga að nafni, allt kemur til greina. En nafnið verður helst að gefa til kynna hvar flokkurinn er staddur hugmyndalega séð.
Set hér fyrir neðan hugmnyndir að grunn-stefnumálum flokksins.
Helstu hugmyndir að stefnumálum Frjálslyndra Demókrata:
- Landið verði eitt kjördæmi
- Aðskilnaður ríkis og kirkju í áföngum
- Klára aðildarviðræður við ESB, ná hagstæðum samningi og þjóðaratkvæði um niðurstöðu
- Afnema ríkisstyrki til stjórnmálaflokka
- Ráðherrar sitji ekki á Alþingi
- Styrking þrískiptingu ríkisvalds
- Samaeining Seðlabanka og Fjármálaeftirlits í sterka og sjálfstæða eftirlitsstofnun
- Koma í veg fyrir frekari skattahækkanir
- Hækka skattleysismörkin
- Sparnaður í útgjöldum ríkisins þar sem við má
- Fækka hálaunafólki á vegum hins opinbera, þ.mt. fækka þingmönnum og ráðherrum og hækka laun lögregluþjóna og annara starfsmanna grunnþjónustu samfélagsins
- Draga úr olíuþörf landsins, metan, vetni og/eða rafmagn verði aðal aflgjafi bíla, nýta innlenda orkugjafa og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
Sævar Már Gústavsson, 7.7.2010 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.