7.7.2010 | 16:17
Vinstri Grænir?
Ég skil ekki þá stefnu sem vinstri grænir reka um að útrýma lúpínu á Íslandi. Lúpína undirbýr jarðveg mjög vel og er fyrirtaks áburður fyrir annan gróður. Ég hef unnið seinustu sumur í skógrækt og gróðursett mörg þúsund tré. Þar sem ég vinn er lúpínan lofuð daglega fyrir að hafa gert okkur kleift að rækta upp myndarlega skóga. En vinstri grænir vilja ekki lúpínu af því að hún er sögð spilla landinu! Vilja þeir ekki að landið verði þakið grænum gróðri, vilja þeir frekar að landi verði þakið eyðilegum sandhólum? Þeim finnst eitthvað óumhverfissinað að fá lúpínu sem er kominn frá öðrum löndum til að græða upp landið. Vilja frekar halda í ósnert hraun og forljótar sandeyðimerkur. Mér finnst þeir tæpast geta kallað sig grænann flokk vegna þessa. Eins og einn ágætur skógfræðingur sagði við mig þá virðast vinstri grænir legga sömu rök fyrir því að lúpínan sé skvaðvaldur eins og nasistar rökstuddu af hverju svartir menn væru óverðugir.
Ættu þeir ekki frekar að kallast Vinstri-Brúnir víst þeir eru svona hrifnir af söndunum?
Maður spyr sig!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sævar Már Gústavsson
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.