Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Frjálslyndir demókratar

Finnst vera kominn tími á að fólk taki sig saman og búi til nýtt stjórnmálafl á Íslandi. Afl sem hefur nýja og ferska hugmyndastefnu. Ég biðla til fólks að taka sig saman og láta þetta afl verða að veruleika. Frjálslyndir demókratar á að vera frálslynt afl sem lítur til framtíðar og laust við alla sérhagsmunahyggju. Afl sem á að skapa fólkinu í landinu þægilegt umhverfi og bestu mögulegu aðstæður til að afla sér viðurværis. Hvet alla til að kynna sér hugmyndir að grunn-stefnuskrá Frjálslyndra demókrata!

http://www.facebook.com/#!/pages/Frjalslyndir-Demokratar/130164107024509?ref=ts

Helstu hugmyndir að stefnumálum Frjálslyndra Demókrata:

- Landið verði eitt kjördæmi

- Aðskilnaður ríkis og kirkju í áföngum

- Klára aðildarviðræður við ESB, ná hagstæðum samningi og þjóðaratkvæði um niðurstöðu

- Afnema ríkisstyrki til stjórnmálaflokka

- Ráðherrar sitji ekki á Alþingi

- Styrking þrískiptingu ríkisvalds

- Samaeining Seðlabanka og Fjármálaeftirlits í sterka og sjálfstæða eftirlitsstofnun

- Koma í veg fyrir frekari skattahækkanir

- Hækka skattleysismörkin

- Sparnaður í útgjöldum ríkisins þar sem við má

- Fækka hálaunafólki á vegum hins opinbera, þ.mt. fækka þingmönnum og ráðherrum og hækka laun lögregluþjóna og annara starfsmanna grunnþjónustu samfélagsins

- Draga úr olíuþörf landsins, metan, vetni og/eða rafmagn verði aðal aflgjafi bíla, nýta innlenda orkugjafa og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda


Vinstri Grænir?

Ég skil ekki þá stefnu sem vinstri grænir reka um að útrýma lúpínu á Íslandi. Lúpína undirbýr jarðveg mjög vel og er fyrirtaks áburður fyrir annan gróður. Ég hef unnið seinustu sumur í skógrækt og gróðursett mörg þúsund tré. Þar sem ég vinn er lúpínan lofuð daglega fyrir að hafa gert okkur kleift að rækta upp myndarlega skóga. En vinstri grænir vilja ekki lúpínu af því að hún er sögð spilla landinu! Vilja þeir ekki að landið verði þakið grænum gróðri, vilja þeir frekar að landi verði þakið eyðilegum sandhólum? Þeim finnst eitthvað óumhverfissinað að fá lúpínu sem er kominn frá öðrum löndum til að græða upp landið. Vilja frekar halda í ósnert hraun og forljótar sandeyðimerkur. Mér finnst þeir tæpast geta kallað sig grænann flokk vegna þessa. Eins og einn ágætur skógfræðingur sagði við mig þá virðast vinstri grænir legga sömu rök fyrir því að lúpínan sé skvaðvaldur eins og nasistar rökstuddu af hverju svartir menn væru óverðugir.

Ættu þeir ekki frekar að kallast Vinstri-Brúnir víst þeir eru svona hrifnir af söndunum?

Maður spyr sig!


Nýir tímar!

Mér finnst vera kominn tími á eitthvað nýtt í stjórnmálum í dag. Ég vil fá nýtt afl sem getur hafið sig upp úr gömlu hjólförunum sem stjórnmál virðast hjakkast í. Ég vil fá flokk sem getur byggt á framtíðarsýn. Flokk sem hefur valkost A, B og C, þar að segja er viðbúinn öllu mögulegu og er með áætlanir varðandi ýmissar aðstæður. Ég vil flokk sem styður það eindregið að þrískipting valds eins og segir í stjórnarskránni verði elfd til muna og að ráðherrar muni ekki eiga sæti á þingi. Flokk sem sker allan óþarfa af útgjöldum t.d. kirkjuna. Ég vil að ríki og kirkja verði aðskilinn vegna þeirra gífurlega mikla skattpeninga sem fara í kirkjuna en gætu farið í margt annað og líka mér finnst mér það á gráu svæði mannréttindalega séð að trúarsöfnuður sé ríkisstyrktur. Flokk sem stendur við sínar ákvarðanir og skuldbindingar. Einnig vil ég að rikisstyrkir til sjtórnmálaflokka verði afnumdir þar sem ég tel það koma í veg fyrir fjölbreyttan hugsunarhátt í íslenskum stjórnmálum. Ég vil fækka hálaunafólki á vegum ríkisins t.d. með því að fækka þingmönnum og sameina ráðuneyti og þeir peningar sem sparast þar geta runnið í laun lögreglumanna,slökkviliðsmanna, heilbrigðisstarfsmanna og kennara. Ég vil að íslenska ríkið klári aðildarviðræður við ESB og leggi sig allt fram til að ná góðum samningi. Koma í veg fyrir frekari skattahækkanir sem halda aftur af öllum. Breyta má kosningum til Alþingis og skoða hvað aðferð er hentugust Síðast en ekki síst vil ég að ríkið leggi sitt af mörkum svo hægt verði að rafvæða eða metanvæða allan bílaflotann á Íslandi.

Ef einhver er sammála þessum skrifum þá má hinn sami endilega kíkja á þessa slóð og segja sína skoðun

phtt://www.facebook.com/#!/pages/Frjalslyndir-Demokratar/130164107024509?ref=ts


« Fyrri síða

Um bloggið

Sævar Már Gústavsson

Höfundur

Sævar Már Gústavsson
Sævar Már Gústavsson
Fæddur 1991. Bý í Firðinum. Mun útskrifast úr Flensborg jólin 2010. Hef brennandi áhuga á sálfræði, eðlisfræði og pólitík og er yfirlýstur "trúleysingi". Er einn af forsprökkum áhugahóps um stofnun Frjálslyndra demókrata/lýðræðissina á Íslandi.  Og fyrir þá sem vita það ekki þá er Bjartmar Guðlaugsson bestur!

Spurt er

Gætir þú hugsað þér að kjósa nýtt frjálslynt stjórnmálaafl?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Fréttir frá Amnesty

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband